info@iceeignamidlun.com

INFO@ICEEIGNAMIDLUN.COM

TOPP 12

VEITINGASTAÐIR & GASTROBARIR Í ALICANTE 

"FRÁBÆR MATARUPPLIFUN"

Þetta eru staðirnir sem hræra & blanda Alicante keimnum inní framúrskarandi og fjölbreytta matseðla, fyrir vöruna sem þeir vinna með, vel skreytta matardiska & gott andrúmsloft.

Ein af okkar ástríðum er að njóta lífsins, fara út að borða hvort sem það er í hádegismat eða kvöldmat, fá sér einn kaldann, vínglas, gos, góðan kokteil eða bara hvaða drykk sem er, með ljúffengum mat. Við elskum að prófa - upplifa og segja frá þeim stöðum sem eru vel þess virði að uppgötva. 

RESTAURANTE

TERRE

Veitingastaður, bar, vínkjallari, kokteilbar… TERRE sameinar margt í einu rými þar sem að matargerðin skipar aðalsætinu. Þar muntu njóta þín! borða góðan mat  í frábæru andrúmslofti. Fullkomin heimsókn.

Þessi staður er staðsettur við hliðina á hinni þekktu göngugötu “Esplanada de España”. Glæsilega hannaður og vandaður niður í minnstu smáatriði, þú munt klárlega taka eftir því að þú ert inná heimsklassa stað. 

Miðsvæðis er opið eldhús, þaðan sem ómögulegt er að taka augun af og sjá ekki hvaða diskar koma út úr því hverju sinni. Og við vörum þig við, þú munt vilja prófa þá alla vegna þess að þeir líta vel út. Eldhúsið er að vísu deilt með öðrum veitingastað “Murri”, sem staðsettur er rétt hjá. Þeir tilheyra báðir sama eigandanum.

Réttirnir sem þú finnur þar eru byggðir á árstíðabundinni (góðri) vöru og einfaldleika í meðhöndlun hráefnis, alltaf með virðingu fyrir undirbúningi og uppruna. Árstíðabundnir hrísgrjónaréttir, grillaður humar með tómötum, grillað grænmeti sem og heimagerður saltfiskur …

Meðalverð p/mann 30 €
Paseo de la Esplanada de España, 11.

GASTRO-TAPAS BAR

BAR MANERO

BAR MANERO er Gastrobar þar sem þú munt njóta frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við lofum þér að hann hefur allt. Þeir skilgreina sig sem “nýhefðbundinn Bar-Boutique”.

Rýmið minnir á gamlar matvöruverslanir 20. aldar, með mörgum sýningarskápum prýddum fyrsta flokks vörum til sýnis. Og þeir hafa sannarlega erft anda sinn því þú getur keypt þá. Reyndar eru þeir með sína eigin vörur. Allt frá niðursoðnum vínum og freyðivínum yfir í núggat.

Stórbrotin staður, góð staðsetning í miðbæ Alicante með bestu staðbundnu vörurnar sem hægt er að finna, ásamt öðru góðgæti annars staðar af landinu í réttum sem unnið er af mikilli alúð, mjög vel útfært þar sem varan og bragðið er virt .

Sumir af uppáhalds réttum kúnnans eru marinerað rússneskt salat með ansjósu,  grillaða krabbadýrið, íberísku pylsurnar, smokkfiskinn frá Denia með lauk eða Carpaccio úr rauðri rækju með ástríðuávöxtum & guacamango.

Ef þú elskar kjöt þá mælum við með  því sem hefur hangið í 35 daga.

Meðalverð p/mann 35 €
Calle Médico Manero Mollà, 7.

RESTAURANTE

LA TABERNA DEL GOURMET

Veitingastaður þar sem þú getur snarlað á barnum eða við borð. Mikið úrval af gæða tapas, grænmetið er úr lífrænum garðinum (ætiþistlar, eggaldin, aspas..) og meðal vöruúrvalsins eru pylsur og dæmigerður saltaður matur af svæðinu, auk sjávarfangs & fisks.

Þeir eru líka sérfræðingar í hrísgrjónaréttum – kryddað með saffran frá La Mancha. Paella réttir eins og A Banda – del Señoret sem er með skötusel, rækjum, smokkfiski, kolkrabba, fjöðrum og margt fleira.

Árangur þeirra er svo yfirþyrmandi að undanfarin ár hefur kokkurinn María José San Roman opnað þrjá staði. 

Meðalverð 30-35€

  • C. San Fernando 10, 03002, Alicante.
  • Inní EL CORTE INGLES – Federico Soto 1, 03003 Alicante.
  • LA TERRAZA DEL GOURMET – Paseo Esplanada de España 2, 03002, Alicante.
 
 

RESTAURANTE

NOU MANOLÍN

Með áratugi að baki eða síðan 1971 hefur NOU MANOLÍN sigrað höfuðborg Alicante, þar sem það er klassískt meðal frábærra veitingastaða. Barinn er goðsagnakenndur, sagt er að hann sé meðal þeirra bestu á Spáni og þar er hægt að smakka besta sjávarrétta-tapasið í fáguðu útgáfunni.

Matargerð þess, sem færist á milli hefðir og nútímans, veðjar á besta hráefnið frá staðbundnum markaði, grænmeti úr ökrum Valencia héraðs og sjávarfang frá flóanum.

Sérstaklega þekkt fyrir sínar rauðu rækjur, soðnar rækjur, kellingar og sepionets. Og sem góður Alicante veitingastaður eru hrísgrjónaréttir hans ómissandi.

Meðalverð p/mann 50-55€
Calle Villegas 3.

TAPASBAR - RESTAURANTE

PIRIPI

Annar af klassískum stöðum í Alicante, með langa sögu um velgengni. Það hefur tvö rými til að velja úr, tapasbar á jarðhæð þar sem þú getur notið dæmigerðar Alicante pylsur, saltkjöt, döðlur með beikoni, súrsaðan túnfisk, ristaðar & saltaðar möndlur, krabba, rækjur… eða hina frægu íberísku skinku með steiktum kartöflum og Padrón papriku.

Á efri hæðinni er veitingastaðurinn þar sem þú getur valið á milli staðbundinna sjávarfangs, ferskan fisk dagsins eða fimmtán mismunandi hrísgrjónarétti, þar af er hunangsríkt með geisla og grænmeti áberandi. Til að ljúka er ljúffengur núggatís.

Meðalverð p/mann 35-45€
Avenida Oscar Espla, 30.

TAPASBAR

LA BARRA DE CÉSAR ANCA

Frábær staður fyrir tapas eða ef þú vilt njóta mútimalega Miðjarðarhafsmatargerðar staðsettur á hinni frægu göngugötu Esplanada de España, bragðgóð og umfram allt skemmtileg upplifun.

Forte þeirra er tapas, en sælkera tapas, sem þeir bæta úti hefðbundna rétti frá svæðinu sem blandast vel saman við eins og hrísgrjón. Í matargerð sinni blanda þeir saman bragðtegundum, finna upp klassíkina að nýju og koma þeim á óvart á óvæntan hátt. Auðvitað, allt gert með hágæða vöru.

Þú hefur tvo valkosti, njóta snarls – bjórs og víns á barnum eða á veröndinni, eða hádegis/kvöldverð í afslappaðri setustofu. 

Meðalverð p/mann 40 €
Calle Ojeda, 1.

GASTROBAR

LA BAMBA GASTRO

LA BAMBA er Gastrobar þar sem gott er að fá sér ljúffengt vín eða vermút. Staðsettur í hinu vinsæla og rólega Alicante-hverfi Benalúa og stutt frá miðbænum.

Fallega skreyttur, með góðu afslöppuðu andrúmslofti þar sem ljúfir tónar hljóma í bakgrunn, tilvalinn staður til þess að slappa af og spjalla, ásamt ofdekraðri þjónustu sem lætur þér líða eins og þú ert hluti af húsinu.

Matargerð LA BAMBA er rík, einföld, heiðarleg, tilgerðarlaus og hefur skýrar tilvísanir í staðbundna matargerð með réttum eins og fylltum ætiþistlum, Vermicelli salati með eggaldini og mangó, staðbundnar pylsur og með öðrum nútímalegri og smart réttum eins og túnfisk, laxartartar eða hunangskál með sellerírót.

Til þess að toppa heimsóknina pantaðu þér sneið af einni af heimabökuðu kökunum þeirra.

Meðalverð p/mann 25-30€
Calle García Andreu, 14, Alicante

RESTAURANTE

LA MARY

LA MARY var opnaður árið 2014 og er þessi veitingastaður staðsettur í miðbæ Alicante, á ferðamannasvæðinu.

Þetta er ekki stór staður enn þó vissulega vel útpældur og fallega hannaður. Velgengni réttana byggist á því að sameina alþjóðlegan matseðil, enn þó staðbundnar vörur og mjög sanngjörn verð.

Einnig bjóða þau uppá svokallaðan “Menú Diario” eða matseðil dagsins sem kostar aðeins 10.80€. Plokkfiskur, pasta, salöt, hrísgrjón, fiskur og allnokkrir eftirréttir skipa matseðilinn.

Meðalverð p/mann 35-45€
Calle Castaños 5

RESTAURANTE

EL PORTAL

MICHELIN

Þessi nútímalegi veitingastaður með yndislegu andrúmslofti er staðsettur í miðbæ Alicante borgar og var opnaður af hæfileikaríka kaupsýslumanninum Carlos Bosch, þessi staður hefur verið einn af frábæru viðmiðum Alicante borgar í mörg ár. Lúxus er það fyrsta sem mun grípa augað um leið og þú labbar inn.

Matreiðslutillaga þess byggir á Miðjarðarhafsmatargerð, hollum og yfirveguðum réttum með ferskum og lífrænum vörum sem innihalda ekki dýrafitu, rotvarnarefni eða litarefni. Allt árið um kring er úrval af árstíðabundnum réttum og einnig er boðið uppá x3 mismunandi matseðla lágmark 8 manns.

Brons 55€ – Silfur 65€ – Gull 75€.

Þeir eru sérfræðingar í sjávarfangi, saltfiski af svæðinu og einnig tapasið þeirra. Gæði þess sem þeir bjóða upp á er háklassa.

Meðalverð p/mann 50 €
C. Bilbao, 2, 03001 Alicante

RESTAURANTE

STEKI

MICHELIN

STEKI brýtur hefðbundnar stoðir matargerðar upp í Alicante. Þetta er grísk-mexíkóskur samruni þar sem viðkvæmum bragðtegundum er blandað saman á kraftmikinn hátt og skapar samfellda blöndu í gómnum sem erfitt er að gleyma.

Lítill veitingastaður með ekki meir en 16 matargesti, og bjóða þeim upp á matseðil með ekki fleiri en 10 réttum með möguleika á að breyta þeim með árstíðabundnum vörum.

Öðruvísi og bragðgóður matur með úrval af mismunandi vínum. Og þar sem eftirspurn þeirra er sérstaklega mikil, neyða þeir sig til að huga að hverju smáatriði í upplifun matargestsins.

Allir réttirnir eru með sérstakt bragð, kræklingurinn í saffran með súrum gúrkum, íberískt svínakjöt og tzatziki, sætar kartöflur og sesam eru vinsælastir.

Í borg þar sem veitingahús með hefðbundnum réttum eru ríkjandi er tillaga STEKI ferskur andblær og sýnishorn af straumbreytingu í gómum.

Meðalverð p/mann 40€

Staðsett á Calle Argensola, í hjarta gamla bæjarins í Alicante.

RESTAURANTE

LA ERETA

MICHELIN

Nútímaleg bygging staðsett rétt við Santa Bárbara kastalann, frá glerjuðu herbergjunum nýtur þú stórkostlegs útsýnis yfir Alicante. LA ERETA bíður upp á tvennskonar matseðla, Miðjarðarhafs eða nútímalega matargerð.

Það er enginn betri veitingastaður en sá sem þú ferð á og líkar við allt sem þeir gera, sá þar sem þú átt erfitt með að velja hvaða rétt þú villt panta af matseðlinum.

Í góðu veðri er einnig hægt að njóta kvöldverðs utandyra á veröndinni.

Einnig er þetta tilvalinn staður til þess að fagna eitthverskonar stórum viðburðum, fermingar, brúðkaup eða afmælisveislur svo eitthvað sé nefnt.

Meðalverð p/mann 80 €

Parque de la Ereta, Alacant, 03001, España

RESTAURANTE

MONASTRELL

MICHELIN

MONASTRELL er einn vinsælasti veitingastaðurinn í Alicante, staðsettur rétt við höfninna, með viðmið fyrir gæða vöru sína og hrísgrjónarétti. Að hans stjórn er hin vinsæla matreiðslukona María José San Román og hefur 1 Michelin stjörnu.

Tilvalinn staður til að slaka á og njóta augnabliksins.

Það sem er mjög mikilvægt gerist í eldhúsinu, einfalt og náttúrulegt, skuldbundið til gæða, staðbundinnar framleiðslu og varðveislu bragðsins af upphaflegu hráefni.

Sérstaklega þekktur fyrir sína hrísgrjónarétti (Paella). Eins og “Sá þurri með kúafæti og Bahia-kjúklingabaunum”“sá sæti með reyktu brúnkusoði og Bombita lauk”“kanínusoðið með smokkfiski og humri”“Albufera sú hunangsríka, með svifi, fræbelgjum og þroskuðum Carnaroli” eða “sá þurri svartur með smokkfisk, ætiþistlum og hrogn.”.

Þú getur líka pantað þér annað góðgæti eins og rauðar rækjur, fisk eins og haki eða lamba baby shoulder.

Meðalverð p/mann 50 €.
Avenida del almte Julio Guillén Tato 1.