info@iceeignamidlun.com

INFO@ICEEIGNAMIDLUN.COM

Topp 5 tjald & sumarbústaðarsvæði á Costa Blanca

LA MARINA CAMPING & RESORT

"VALIÐ SEM BESTA CAMPING SVÆÐI Á SPÁNI ÁRIÐ 2022"

La Marina Camping & Resort er staðsett á Costa Blanca, svæði með meira en 300 sólardaga á ári. Þetta tjaldstæði er frábært fyrir vatnaunnendur: sundparadís með mismunandi vatnsrennibrautum og strönd í nágrenninu. Tjaldsvæðið er nálægt Alicante og Elche og í aðeins hálftíma akstursfjarlægð frá hraðbrautinni (A70). Svæðið er 120.000 m2 að flatarmáli með mismunandi rýmum sem henta fyrir allar tegundir gistingar. Nánar tiltekið, það hefur meira en 447 lóðir, 70 bústaði, 74 þorp og 1 úrvals einbýlishús af mismunandi stærðum. Lóðirnar eru hannaðar fyrir stór tjöld, farartæki, hjólhýsi eða húsbíla.

Á svæðinu er vatnagarður, þemasundlaugar, heilsulind, líkamsræktarstöð, matvörubúð og íþróttavellir. Sundlaugarnar á La Marina Resort eru grundvallarþáttur í afþreyingu á svæðinu.

Sundsvæðinu er skipt í tvennt á La Marina Camping & Resort: Aquamarina og þemasundlaugin. Aquamarina er með stórbrotnar vatnsrennibrautir og tryggir fullan dags skemmtun í sólinni. Þemasundlaugin er umkringd suðrænum plöntum og er með nuddpotti.

Verslanir & veitingaaðstaða

Á tjaldstæðinu eru margar verslanir og veitingaaðstaða: ekki aðeins veitingastaður með víðtækum matseðli byggðum á staðbundnum réttum, heldur einnig kaffihús. Og ef þú nennir ekki að yfirgefa tjaldstæðið og vilt elda heimavið, þá er stór matvörubúð á staðnum með eigin bakara, slátrara og matvöruverslun.

Sýningar, lifandi tónlist, klúbbur fyrir börn, fjölbreytt úrval af afþreyingu fyrir alla aldurshópa.

NafnLa Marina Camping & Resort
HeimilisfangAvenida de la Alegría, s/n, 03194 La Marina, Alicante, España
Sími+34 965 41 92 00
Netfanginfo@lamarinaresort.com
Opnunartími    Alla daga
Vefsíðalamarinaresorts.com
  

ALANNIA RESORTS - CREVILLENT

Alannia Costa Blanca er dvalarstaður sem staðsettur er í Crevillente, í Alicante-héraði, sem er einn af stærri tjaldsvæðum Spánar, yfir 1.000 lóðir og meira en 200 hágæða sumarbústaðir, sem mun gera fjölskyldufríið þitt ógleymanlegt.

Allir bústaðir á Alannia Costa Blanca eru 100% útbúnir þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu í fríinu þínu: handklæði, rúmföt, eldhúsbúnaður, etc…

Rétt eins og lóðir tjaldsvæðisins, hafa sína eigin vatns + rafmagnstengingu, frárennsli, Wi-Fi (ekki innifalið, greitt sér). Fríið þitt verður ótrúlega þægilegt og afslappandi.

Að auki, á Alannia Costa Blanca er fjölmörg þjónusta, svo sem hárgreiðslustofa, matvörubúð, líkamsræktarstöð, heilsulind, upphitaðar útisundlaugar með rennibrautum, veitingastaðir & barir, ungbarnaklúbbur, unglingaklúbbur, leikherbergi, leiksvæði, petanque, minigolf, íþróttaaðstaða, grillsvæði… Allt sem þú þarft fyrir fjölskyldufríið þitt.

Fullkominn staður til þess að koma með börnin, á staðnum er skemmtanateymi sem býður upp á afþreyingu og leiki fyrir alla aldurshópa alla daga ársins. Sýningar, vinnustofur, útivist, dansleiki í sundlauginni.

Að auki geta foreldrar líka notið allskonar afþreyingar, svo sem slökunarnámskeið, leikfimi, vín smökkun og þemakvöldverðir.

NafnAlannia Resorts Costa Blanca – Crevillente
HeimilisfangAP7. Salida 730 (Catral-Crevillent)
03330 Crevillente
Sími+34 965 48 49 45
Netfangreservas@alannia.com
Opnunartími    Alla daga
VefsíðaAlanniaresorts.com
  

CAMPING CARAVANING LA MANGA

Tjaldsvæðið á La Manga liggur í suðausturhluta Spánar við Mar Menor lónið, sem er aðskilið frá Miðjarðarhafinu. Svæðið er tæplega 1 km langt. 

Fullkominn staður fyrir þá sem elska strönd.

Ef þú dvelur á Camping La Manga, með eigin útilegubúnað færð þú aðskilið hólf með rafmagns + vatnstengi og frárennsli.

Camping La Manga er með sameiginleg þvottahús sem dreifist um svæðið.

Einnig er hægt að leigja mismunandi sumarhús. 

Saltlónið eða sundlaugin?

Tjaldsvæðið er staðsett á Mar Menor þar sem há pálmatré skapa framandi andrúmsloft. Vatnið er grunnt, sem gerir það tilvalið fyrir börn. Þú getur farið í ýmisskonar siglingar, brimbrettakennslu, o.s.f.r.v.

Á tjaldsvæðinu er næg afþreying fyrir alla, stór sundlaug með sér barnasundlaug, innilaug, íþróttasvæði, mini golf, 2 veitingastaðir og matvörubúð. 

Á sumrin myndast virkilega skemmtileg stemming á svæðinu.

NafnCamping Caravaning La Manga
Heimilisfangsalida 11 La Manga del Mar Menor (Murcia). C.P. 30385
Sími+ 34 968563014/19
Netfanglamanga@caravaning.es reservas@caravaning.es 
Opnunartími    Alla daga
Vefsíðacaravaning.es
  

CAMPING LA PEDRERA - BIGASTRO

Hversu mikið elskar þú sólinna? Camping La Pedrera fær yfir 325 sólardaga á hverju ári. Og þar sem hitastigið er að meðaltali um 20 gráður.

Þetta er sniðugur staður fyrir náttúruunnendur líka, þar sem La Pedrera er í miðju náttúrugarðs og aðeins fjóra kílómetra frá Embalse de la Pedrera, stærsta mýri Alicante héraðs.

Daglegt líf er auðvelt á Camping La Pedrera, þar sem fólkið hér er búið að redda öllum nauðsynjum: þeir hafa útbúið þvottahús, salerni og sturtuklefa með ókeypis heitu vatni og ókeypis þráðlausu neti sem. Grill- og lautarferðir eru á staðnum þar sem hægt er að borða undir berum himni, einnig er bar-veitingastaður á svæðinu.

Útisundlaug, stór leikvöllur og allt ókeypis fyrir gesti.

NafnCamping La Pedrera
HeimilisfangCalle de Cañada de Andrea 100
Bigastro (03380)
Alicante
Sími+34 691 398 501
Netfanginfo@campinglapedrera.com
Opnunartími    Alla daga
Vefsíðacampinglapedrera.com
  

CAMPING ALICANTE IMPERIUM

Camping Alicante Imperium er lúxus tjaldsvæði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá fallega strandbænum Villajoyosa. Tjaldsvæðið var byggt árið 2017 og er með öllum nútímaþægindum til að tryggja að “tjaldfólk” sé með allt til handar, eins þægilegt og mögulegt er. Þar eru rúmgóð hólf, hönnunarlaug, glæný hreinlætisaðstaða (einnig fyrir hunda), frábær veitingastaður og svo framvegis.

Svæðið er mjög rúmgott og auðvelt að komast um, jafnvel með stærri húsbíla eða hjólhýsi. Allt á þessu tjaldsvæði er í lúxus kantinum. Þú getur séð þetta í fallegu, flottu byggingunni sem móttakan er í.

Á staðnum eru rúmgóðir, flöt tjaldstæði af mismunandi stærð. Sólríkir og henta vel fyrir tjöld, ásamt hjólhýsum og fellihýsum. Hvert stæði er með vatnstengi og frárennslispunkti. Einnig eru sérstæði fyrir stór hjólhýsi og tjaldvagna.

Grænt svæði og á sumrin er sett upp sólgardínur til að halda sólinni úti. Þú getur samt tjaldað þægilega við hitastig yfir þrjátíu gráður. Hægt er að leigja bústað á staðnum og einnig er hægt að gista í lúxusvíntunnum.

Sundböð í rómverskum stíl

Þér mun líða eins og þú sért í paradís í nútímalegu sundlauginni í rómverskum stíl. Það er dásamlegt í sólinni og frá lauginni er stórkostlegt útsýni yfir fjöllin í kring. 

NafnCamping Alicante Imperium
HeimilisfangCV-759, Km. 1, 03570 Villajoyosa, Alicante
Sími+34 965 063 232
Netfangave@campingalicanteimperium.com
Opnunartími    Alla daga
Vefsíða
campingalicanteimperium.com