ICE Eignamiðlun kynnir: Lúxus villu til sölu á hinu sívinsæla og eftirsótta golfsvæði – Las Colinas Golf & Resort. Fallegt hús á einni hæð. 3 svefnherbergi eru í húsinu, öll með innbyggðum fataskápum, 2 baðherbergi og 1 gesta salerni. Björt og opin stofa með útsýni út að sundlauginni, útfrá stofunni er góð verönd sem gerir húsið extra fallegt, svona inni-úti stemmingu . Vel skipulagt eldhús með góðu skápaplássi og innaf eldhúsinu er þvottahúsið. Húsið er staðsett á besta stað á Las Colinas svæðinu. Héðan er hægt að ganga í klúbbhúsið og verslunarkjarnan. Verð 1.100.000€. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.