ICE Eignamiðlun kynnir: Stórglæsilega ECO-Villu til sölu. Nýleg eign byggð í hæðsta gæðaflokki, eignin er staðsett í útjaðri sveitaþorpsins Torremendo, skammt frá San Miguel de Salinas & Orihuela. Þetta stórkostlega heimili var endurbyggt árið 2019 og býður upp á dásamlegt 329m2 íbúðarrými, á stóru 16.000m2 einkalandi. Nærliggjandi lóð býður upp á frábæra upphitaða sundlaug og nokkur slökunarsvæði. Á landinu er mikið um mismunandi tré, minigolfsvæði og nuddpottur. Fincan samanstendur af 5 svefnherbergjum og 5 baðherbergjum.
Stutt lýsing á eigninni: á jarðhæð er glæsilegt eldhús með innbyggðum Bosch tækjum og þaðar er beint aðgengi að stofu og borðstofu. Einstakir gluggar sem snúa í allar áttir, gefa frábært útsýni yfir landslagið og hleypa öllu nátturulegu ljósi inn í villuna. Héðan er verönd sem snýr í vestur fyrir kvöldsólina og stór verönd sem gengur út í sundlaugina og nuddpottinn. Á þessari hæð eru einnig 2 svefnherbergi, líkamsrækt og eitt baðherbergi. Hægt er að gera líkamsræktarherbergið að sjötta svefnherberginu með sér baðherbergi.
Á fyrstu hæð er komið inn í hjónaherbergið sem er með sérbaðherbergi með djúpu baðkari og stórri verönd. Aftur er þetta herbergi með víðáttumiklu útsýni yfir fjöllin. Einnig á þessari hæð eru 2, tveggja manna svefnherbergi með sameiginlegu baðherbergi. Eitt af þessum svefnherbergjum er með beint aðgengi að stórri verönd sem snýr í suðvestur til að njóta fallegs fjallaútsýnis, þar á meðal að horfa á villta fugla eins og erni í kringum friðlýsta nátturugarðinn.
Sundlauginn er með sjálfhlerandi flísum og barborðssvæði. Þar næst er fullkomlega hagnýtt útieldhús og baðherbergi auk grillsvæðis. Aukinn lúxus er að sundlauginn er hituð upp með sólarrafhlöðum. Allt húsið er sjálfbært og endurnýtir orku og vatn á skynsamlegan hátt.
Fincan er staðsett á sérstöku verndarsvæði fyrir fugla – Sierra Escalona & Dehesa de Campoamor. 2 Km frá Torremendo – 10km frá San Miguel de Salinas – 15km frá Torrevieja – 25km til Murcia borgar og 65km til ALC flugvallar.
Eignin selst fullbúinn öllum innihúsgögnum, tækjum, líkamsræktarbúnaði og nuddpotti.
Ásett verð 1.995.000€.
Auka upplýsingar:
-Sjálfvirkt hlið með raddstýringu og myndavél.
-Ræktandi land með fullt af mismunandi ávaxtatrjám.
-Víðáttumikið útsýni yfir landslagið.
-Sjálfbært ECO-hús.
Meiri lúxus:
-Innbyggður sundalugarbar.
-Grillsvæði & útieldhús.
-Baðherbergi.
-LED ljós með skiptanlegri litasamsetningu um allt húsið og garðinn.
-Mini golf á bakhlið hússins.
-Jacuzzi svæði með ótrúlegu útsýni.
Sundlauginn:
-Upphituð sundlaug 12 x 3 metrar.
-Innbyggður sundlaugarbar.
-Flísalögð með fallegum álflísum.
-Astral varmadæla til að hita laugina.
-Astral sjálfvirkur sundlaugarhreinsari.
-Einangruð sundlaugarhlíf.
-Sjálvirkar klór- og PH vélar.
Sólarorka:
-68 sólarplötur með 15KW inverter.
-24 x 48 volta rafhlöður.
-20KW vararafall, öll kerfi eru sjálfvirk og hægt er að stjórna þeim með appi í farsíma.
Upphitun:
-Gólfhiti í öllu húsinu.
-Heit og köld loftkæling í öllu húsinu.
-Allir veggir, gólf og loft eru fulleinangruð.
-Gluggar og svalahurðir UPVC með lagskiptu öryggis- og endurskinsgleri.
Vatnið:
-600 lítra heitt vatn, helmingur með aðskildum sólarrafhlöðum og hinn helmingurinn með varmadælu.
-22.000 lítra neðanjarðar vatnstankur (vatn fyrir húsið).
-Þriggja hólfa rotþró með 15.000 lítra neðanjarðarvatnstankur (áveituvatn, fyrir tré,etc…)
-Öllum úrgangi og regnvatni er safnað í sérstakan neðanjarðar 20.000 lítra tank, sem einnig nýtist til áveitu.