ICE Eignamiðlun kynnir: Fallega íbúð á jarðhæð til sölu í Santa Rosalía Lake & Life Resort. Íbúðin er staðsett á hornlóð með sérgarði og eru þar tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Loftkæling og gólfhiti innaf baðherbergjum. Bosch heimilistæki í eldhúsinu, rafknúnir hlerar í svefnherbergjum og LED lýsing. Sérgeymsla fylgir eigninni og bílastæði í bílakjallara.
Santa Rosalía er einstakt hverfi, algjör vatnaparadís, sem staðsett er skammt frá Mar Menor lóninu. Lokað hverfi með öryggismyndavéla gæslu við innganginn sem að tryggir öryggi og næði íbúa. Íbúðirnar eru byggðar í kringum tilbúið lón í strandstíl með kristaltæru vatni. Sameiginlegt svæði með stórum garði, sundlaug og leiksvæði er fyrir börn. Á svæðinu er “chirinquito” strandbar og veitingastaður umkringdur líkamsræktarstöð, mini-golfvöllur, hlaupa & hjólreiðastígar, afmörkuð afslöppunarsvæði til að stunda jóga eða hugleiðslu. Nokkrir golfvellir eru í næstu nágrenni, eins og Mar Menor Golf Resort, Roda golf eða La Serena golf. Þá eru stórkostlegar strendur við Mar Menor lónið og Los Alcázares, spánskur bær í aðeins 4km fjarlægð, þar er hægt að sækja í alla þjónustu.
Verð 299.000€